Útfararstofa Reykjavíkur annast útfarir á Höfuðborgarsvæðinu.
Útfararstofa Reykjavíkur annast útfarir á höfuðborgarsvæðinu og veitir aðstandendum mikilvæga aðstoð við undirbúning og framkvæmd útfararinnar. Útfararstjóri er með aðstandendum allt ferlið - allt frá fyrsta viðtali að greftrun hins látna. Útfararstofa Reykjavíkur annast alla þætti sem aðstandendur óska eftir. Eigandi og útfararstjóri er Ísleifur Jónsson, sem hefur starfað sem útfararstjóri um áratuga skeið.
Innifalið í þjónustu okkar er.
- Sækir hinn látna og flytur í líkhús
- Útvegar kapellu fyrir kistulagningu
- Útvegar kirkju fyrir útför
- Kannar hvort hinn látni hafi ákveðið bálför
- Ráðning organista, söng- og tónlistarfólks
- Útvegar legstað í kirkjugarði
- Aflar líbrennsluheimildar og útvegar bálfararbeiðni
- Aðstoðar við val á duftkeri á ákveður jarðsetnngu hins látna innan þriggja mánaða frá útför, í samráð við aðstandendur, ef um bálför er að ræða
- Aðstoðar við val á kistu, sæng, líkklæði eða eigin fötum
- Sér um að útbúa sálmaskrá til afhendingar við athöfn
- Pantar kistuskreytingu, krans og altarisblóm
- Útvegar fána á kistu
- Útvegar kerti og silkiblómaskreytingar
- Útvegar safnaðarheimili, sal eða hótel fyrir erfidrykkju
- Merkir leiði með krossi eða púlti ásamt uppsetningu strax eftir greftrun
- Tilkynnir lát til fjölmiðla ef þess er óskað
Önnur minnisatriði fyrir aðstandendur
- Dánarvottorð fara aðstandendur sjálfir með til sýslumanns, tilkynna andlátið og fá heimild fyrir útförinni. Prestur fær kvittun fyrir móttöku þess
- Líkmenn eru ýmist 6 eða 8
- Mikilsvert er að athuga hvort hinn látni eigi rétt á útfararstyrk hjá stéttarfélagi eða sveitarfélagi.
- Kostnaður við prestsþjónustu er greiddur af kirkjugörðum svo og kostnaður við grafartöku og bálför
- Prestur setur upp athöfnina og raðar niður sálmum og annari tónlist í samráði við aðstandendur
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLAHRINGINN 553-5353
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLAHRINGINN 553-5353
Við þjónum allan sólarhringinn 5535353
SENDA FYRIRSPURN
SENDA FYRIRSPURN
SENDA FYRIRSPURN USR@USR.IS